Piccata Milanese

Ítalskar kjötsneiðar með pasta og heimagerðri tómatsósu

4 sneiðar nautasnitsel (ungnauta eða kálfa)
1 egg
1 dl brauðrasp
1 dl rifinn parmesanostur
salt og pipar
2-3 msk smjör
1/2 msk ferskt eða 1/2 tsk þurrkað merían (majoran)

Berjið kjötsneiðarnar létt með buffhamri (eða hnefanum) og veltið upp úr eggi, þeyttu með ögn af salti og pipar. Blandið saman raspi og parmesanosti, veltið kjötinu upp úr blöndunni og látið þorna.

Hitið vatn í potti fyrir pastað, en þetta er borðað með Tagliatelle (helst grænu) sem er soðið "al dente" og þessari tómatsósu:

1 laukur, fínsaxaður
1 msk smjör
1 dós saxaðir tómatar
salt, pipar, merían og basilikum eftir smekk

Glærið laukinn í smjörinu í litlum potti og bætið síðan tómötunum við ásamt kryddi. Látið malla í 5-8 mínútur.

Steikið nú kjötsneiðarnar upp úr smjöri og ólífuolíu í 3-4 mín á hvorri hlið við jafnan hita. Gætið þess að hitinn sé ekki svo mikill að osturinn brenni en hann þarf samt að vera nægur til að hjúpurinn detti ekki af og verði gullinn.

Bon appetit!

Ummæli