Pasta Puttanesca

Spaghettí portkonunnar er ákaflega einfalt og gott pasta, dætur mínar tóku ástfóstri við þennan rétt eftir að hafa séð kvikmynd eftir sögu Lemonie Snicket, Úr bálki hrakfalla, en þar elda Baudelaire börnin þennan rétt í eilítið fátæklegri útgáfu þó.

500 g spaghettí
salt
1 1/2 msk ólífuolía
3 hvítlauksrif
1/2 pk pepperoni (gjarnan mjóu pylsurnar)
1 dós saxaðir tómatar
120 g steinlausar svartar ólífur
4 msk kapers
steinselja

Setjið pastað í stóran pott með sjóðandi söltu vatni, gætið þess að ofsjóða það ekki (hámark 10 mín). Setjið ólífuolíu á pönnu meðan vatnið hitnar og setjið út í hana smátt saxaðan hvítlauk og niðurbrytjað pepperóní. Látið malla við hægan hita í smástund. Bætið þá við söxuðum tómötum með safanum, helminguðum ólífum og kapersi. Látið þetta krauma í 5 mín.

Látið renna af pastanu þegar það er tilbúið og setjið sósuna út á. Blandið vel og stráið saxaðri steinselju yfir. Okkur finnst líka gott að fá rifinn parmesan ost yfir.

Bon  appetit!

Ummæli