Mexíkósk kjúklingasúpa


400 g kjúklingabringur
1 msk olía
1 laukur
1 dós saxaðir tómatar, 400 g
1 rauð paprika
1 grænt chili, má líka nota þurrkaðan chili pipar eða duft (gæta þá hófs í magni)
2 tsk paprikuduft
1 lítil dós tómatpuré
1,5 lítri vatn og teningur af kjúklingakrafti
2 dl salsasósa úr krukku
100 g rjómaostur (má alveg nota matreiðslurjóma)

Laukurinn er saxaður og glæraður í olíunni ásamt saxaðri papriku og chilipipar. Bætið paprikudufti saman við og hrærið vel. Kjúklingakjötið er sett saman við og látið loka sér, hvítna á öllum hliðum. Þá er vatnið og kjúklingakrafturinn settur saman við ásamt tómötunum og tómatkraftinum. Látið sjóða við vægan hita í 15-20 mín. Þá er salsasósunni bætt saman við og súpan bragðbætt með salti og pipar ef vill. Að lokum er rjómaosti eða matreiðslurjóma bætt út í og látið malla í 5 mín.

Þegar súpan er borin fram, er borið með henni mulið Nachos, sýrður rjómi og rifinn ostur sem hver og einn bætir á sinn disk eftir smekk.

Bon appetit!

Ummæli