Maísbrauð

3 dl hveiti
2 dl malaður maís
4 msk sykur
5 tsk lyftiduft
3/4 dl salt
1 egg
1 bolli mjólk
2 msk brætt smjör

Blandið þurrefnunum saman. Síðan er mjólk, eggi og bræddu smjöri blandað saman við og hrært í hrærivél. Setjið deigið í smurt ofnfast mót og bakið við 175-200°C í 35-40 mín.

Mögulegt er að setja niðursoðið maískorn í deigið fyrir bakstur.

Gott með t.d. Chili con Carne

Ummæli