Lambakjötspottréttur


1 kg lambakjöt, frampartur eða súpukjöt
1 1/2 tsk salt
1 msk matarolía
1 stór laukur
2 vænar gulrætur
1 græn paprika
1 dós ananasbitar
2 msk soyasósa
2 msk vínedik
1 lítil dós tómatpuré

Kjötið er beinhreinsað og skorið í bita, látið fituna úr kjötinu duga eina til steikingar en byrjað er að brúna kjötið í stórum potti, mér finnst gott að setja beinin með og sjóða þau með allan tímann. Eftir steikingu er kjötið saltað og sett til hliðar. Laukurinn er afhýddur og skorinn í stóra bita, gulræturnar hreinsaðar og skornar í sneiðar. Hvoru tveggja er steikt í matarolíu á pottinum, eftir 5 mínútur er ananasnum bætt saman við og hann aðeins látinn taka lit. Þessu er síðan bætt saman við kjötið í pottinum. Hrærið tómatpuré saman við safann af ananasnum, ásamt soya sósu og ediki og hellið yfir kjötið í pottinum. Sjóðið í 45 mínútur við hægan hita.

Borðað með soðnum hrísgrjónum og fersku salati ef vill.

Bon appetit!

Ummæli