Kjötbollur frá Kasmír

750 g lambahakk
30 g maísenamjöl
9 tsk Garam Masala
1/4 tsk Cayennepipar
6 msk hrein jógúrt (AB eða grísk)
salt
2 msk olía
7,5 sm heill kanill
6 heilir grænir kardimommubelgir, marðir
2 lárviðarlauf
6 negulnaglar
5 sm bútur engiferrót, rifin
2 msk saxaður, ferskur kóríander til skrauts

Setjið hakk, maísenamjöl, garam masala, cayennepipar og 3 msk af jógúrt í skál, saltið og blandið vel saman. Mótið 16 aflangar bollur. Hitið olíuna á pönnu og látið kanil, kardimommur, lárviðarlauf og negulnagla á pönnuna. Hrærið og steikið í nokkrar sekúndur. Steikið síðan kjötbollurnar ljósbrúnar á öllum hliðum. Bætið engifer á pönnuna og steikið í nokkrar sekúndur í viðbót. Bætið afgangnum af jógúrtinu saman við 2 1/2 dl af vatni og bætið á pönnuna.* Lokið pönnunni og hægsjóðið í tæpan hálftíma, hrærið 2-3 svar í á meðan. Sósan á að ganga næstum öll inn í bollurnar við eldunina.

Stráið söxuðu kóríander yfir og berið fram með soðnum Basmati eða Jasmín grjónum.

* Ef mikil fita gengur af bollunum við steikinguna er betra að hella henni af áður en jógúrtinni er bætt saman við.

Ummæli