Karrípottréttur

750 g beinlaust svínakjöt í bitum (má vera gúllas, svínahnakki, lund)
1 tsk karrý
1 tsk salt
3 dl kjötsoð (vatn og kjötkraftur)
1 lítil dós tómatpuré
1 dl rjómi
Maizena sósujafnari

Brúnið kjötbitana í smjöri ásamt karrýi. Færið þá yfir í pott ef pannan gefur ekki svigrúm fyrir sósu. Hrærið tómatpuré út í vatni og hellið yfir, látið smásjóða undir þéttu loki í tæpan klukkutíma. Hrærið rjómanum saman við og látið suðuna koma upp. Ef þið viljið hafa sósuna þykkari má nota smávegis af Maizena sósujafnara. Bragðað til með salti og pipar.

Borið fram með soðnum hýðishrísgrjónum og fersku salati.

Ummæli