Hvítlauksbrauð úr spelti

3 dl volgt vatn
15 g ger
1 tsk salt
1 tsk olía
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
500 g sigtað spelti

Blandið saman spelti og þurrgeri og síðan vökvanum og hnoðið deigið uns það er sprungulaust. Látið deigið hefast í 8 klst undir röku stykki (eða setjið plastfilmu yfir hrærivélarskálina). Hnoðið deigið aftur og skiptið í tvennt og mótið mjóar lengjur. Setjið á bökunarpappír og skerið 3-4 raufar í lengjurnar með skörpum hníf. Látið brauðin hefast í 30-40 mín á plötunni.

Bakið við 225°C í 10 mín - lækkið svo hitann í 180°C og bakið áfram í 10-12 mín í viðbót.

Góð með öllum mat sem þolir keim af hvítlauk.

Ummæli