Gerlaust brauð


Myndin er af hversdagsútgáfunni

3 bollar spelt
2 bollar heilhveiti
1 bolli graskersfræ
1 bolli sesamfræ
1 bolli sólblómafræ
2 tsk salt (eða eftir smekk)
8 tsk lyftiduft
1 lítri AB mjólk og 1/2 dl vatn, sett í fernuna þegar hún er tóm, hún hrist og vökvanum hellt útí.

Þurrefnunum blandað saman í hrærivélarskálinni, vætt í með AB mjólkinni og ef til vill smá vatni. Hef stundum sett smá vatn í fernuna, hrist hana og bleytt aðeins betur í.

Deigið dugar í tvö brauð sem bökuð er í rúman klukkutíma við 180°C, en 150°C ef notaður er blástur.

Hversdagsútgáfa

3 bollar haframjöl
2 bollar heilhveiti
1 bolli fimmkornablanda
1 bolli sesamfræ
1 bolli sólblómafræ
2 tsk salt (eða eftir smekk)
8 tsk lyftiduft
1 lítri AB mjólk og 1/2 dl vatn, sett í fernuna þegar hún er tóm, hún hrist og vökvanum hellt útí.

Aðferðin er annars sú sama, brauðið verður aðeins mýkra og rakara þegar notað er haframjöl.

Bon appetit!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...