Hjónabandssæla ömmu Heiðu

250 g smjörlíki
150 g sykur
1 egg
1 tsk natron
1 tsk lyftiduft
300 g hveiti
150 g haframjöl
2 msk vatn eða mjólk
Rabarbarasulta eftir smekk

Smjörlíki og sykur hrært saman með hnoðara, eggi bætt við. Þurrefnum blandað saman við og deigið er hnoðað saman. Vatni eða mjólk bætt við ef þarf í lokin. Rúmlega helmingnum af deiginu er skipt í tvö tertuform og sultu smurt ofan á. Afgangnum af deiginu er dreift yfir. Ýmist er hann flattur út og skorinn í ræmur sem settar eru yfir sultuna, þvers og kruss eða þá að deigið er mulið og sett í tætlum yfir sultuna.

Bakað í tæpan klukkutíma við 175°C.

Ummæli