Heimsins besta súkkulaðikaka


4 1/2 dl hveiti
4 1/2 dl sykur
1 dl kakó
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 tsk vanillusykur
1/2 tsk lyftiduft
2 egg
1 1/2 dl vatn
2 dl súrmjólk (AB)
175 g mjúkt smjör

Þurrefnunum blandað saman, þá er smjörinu bætt í, þá súrmjólkinni, vatninu og loks eggjunum, einu í senn. Bakað í ofnskúffu í miðjum ofni í 20-30 mín. v. 200 °C

Súkkulaðikrem

100 g smjör
4 msk kakó
5-6 dl flórsykur
2 tsk vanillusykur (má nota dropa)
2 1/2 msk sterkt kaffi (uppáhellingur)

Þurrefnin sigtuð saman, smjörið brætt í potti og kaffi útí. Kremið á að vera fljótandi og glansandi. Best er að setja það á kökuna meðan hún er enn volg. Gjarnan skreytt með kókosmjöli eða sælgæti í afmælum.

Uppskriftin passar í bangsakökuform.

Snjókrem eða Englakrem

2 1/2 dl sykur
4 eggjahvítur
4 msk vatn
1 tsk vanillusykur

Eggjahvítur og sykurinn stífþeytt og vatninu smám saman bætt við ns blandan fer að glansa og stífna.

Ummæli