Gulrótarkaka

Þessa uppskrift fékk ég hjá konunum sem sáu um mötuneyti HÍ í kjallara aðalbyggingarinnar, fyrir margt löngu síðan, hún var í svo miklu uppáhaldi hjá okkur nemendunum þá og hefur verið ákaflega vinsæl hjá fjölskyldu minni síðan.



1 1/2 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
1 tsk natron
1 tsk kanill
1/2 tsk salt
2/3 bolli matarolía
2 egg
1 bolli rifnar gulrætur
lítil dós kurlaður anans + safinn úr dósinni
1 tsk vanilludropar

Þurrefnunum blandað saman, þá vökvanum og loks eggjunum, einu í senn. Bakað við tæpar 200°C í ca. hálftíma. Gott að athuga með prjóni hvort kakan sé bökuð.

Ostakrem

100 g hreinn rjómaostur
1 msk smjör
1 tsk vanilludropar eða vanillusykur
50 g (ca 1 bolli) flórsykur


Rjómaostur, smjör og vanilla þeytt saman, þá er flórsykrinum bætt smám saman útí. Kökuna má skreyta með valhnetukjörnum, en bara ef ykkur finnst þeir góðir :)

Bon appetit!

Ummæli