Gúllassúpa



6-700 g nautagúllas
2 laukar
3 hvítlauksrif
3 msk olía til steikingar
1 1/2 msk paprikuduft
1 tsk kúmenfræ (má sleppa)
1 1/2 lítri vatn
2 msk kjötkraftur (eða 2 teningar)
1-2 tsk merían (eða óreganó)
700 g kartöflur (ca 8 meðalstórar)
2-3 gulrætur
2 paprikur (rauð og græn)
1 dós tómatar, saxaðir
1 lítil dós tómatpuré

Saxið lauk og hvítlauk og steikið ásamt kjötinu í olíunni í stórum potti. Stráið paprikudufti yfir og bætið vatni í pottinn ásamt kjötkrafti, kúmeni og meríani. Látið sjóða við vægan hita í 40 mínútur. Flysjið kartöflurnar. Skerið kartöflur, gulrætur og papriku í litla bita og bætið út í ásamt tómötunum úr dósinni. Það er alveg óhætt að auka við grænmeti eða breyta. Ég hef stundum sett brokkóli aukalega, spínat eða grænkál. Látið súpuna sjóða áfram í 30 mín. og smakkið síðan til með salti og pipar. Ef þið viljið fá rjómakenndari súpu má setja dálítinn matreiðslurjóma eða rjómaost út í undir lokin.

Borin fram með góðu brauði.

Bon appetit!

Ummæli