Grænmetislasagna

1 msk ólífuolía
200 g laukur
200 g kúrbítur
300 g rauð og græn paprika
100 g sveppir
(Nota má annað grænmeti, svo fremi sem magnið sé það sama)
2 hvítlauksrif
2 dósir saxaðir tómatar
1 lítil dós tómatpuré
2 tsk oreganó
1 tsk basilikum
salt og nýmalaður pipar eftir smekk
1 stór dós kotasæla og 1 lítil
200 g 17% ostur, rifinn
Grænar lasagnaplötur

Hitið olíuna í stórum potti eða djúpri pönnu. Glærið saxaðan laukinn og hvítlauk í olíunni, bætið öðru grænmeti niðurbrytjuðu saman við og látið það mýkjast. Ef blandan verður of þurr, er gott að sketta dálitlu vatni samanvið. Kryddið með kryddjurtum og bætið tómötum og tómatpuré saman við. Látið grænmetisblönduna malla í góðan hálftíma og smakkið til með salti og pipar.

Í stór ofnfast mót er fyrst sett lag af grænmetisblöndunni, ca. 1/4 hluti hennar. Þá er settur 1/4 hluti rifna ostsins. Ofan á ostinn fara lasagnaplötur og ofan á þær kotasæla, 1/3 hluti hennar. Þá er þetta endurtekið og endað á rifnum osti. Sem sagt fjögur lög af grænmetisblöndu og osti en þrjú lög af kotasælu og lasagnaplötum.

Bakið við 180°C í ca. 40 mínútur.

Fersk salat og hvítlauksbrauð haft með.

Bon appetit!

Ummæli