Eplapæ

Þessa uppskrift fékk ég fyrir ca 30 árum síðan (ótrúlegt!) og hef oft gert hana, en það er alveg magnað að hún verður aldrei alveg eins. Stundum er eins og deigið verði aðeins of þurrt og leki ekki nóg niður yfir eplin (eins og á myndinni) og stundum finnst mér hún örlítið of blaut - en alltaf er hún góð og mjög einföld og fljótleg.



4-5 epli
1/2 bolli smjör (ca. 50 g)
2 tsk kanill
1/2 bolli haframjöl
1/3 bolli hveiti
1 bolli púðursykur
1/2 dl mjólk

Eplin hreinsuð og skorin í bita, set í eldfast mót. Deigið er hrært saman, fyrst smjörið og sykurinn og síðan þurrefnin og smurt yfir eplin. Mér finnst deigið þurfa að renna örlítið, eða flæða svolítið sjálft undan sleikjunni til þess að bakan lukkist vel. Bakað við 175°C í hálftíma.

Borðuð heit með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Bon appetit!

Ummæli