Ensk jólakaka

275 g hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1 tsk allrahanda
1 msk kakó
450 g blandaðir þurrkaðir ávextir (súkkat, aprikósur, epli, döðlur...)
350 g dökkar rúsínur
250 g kúrennur
225 g kokteilber
100 g saxaðar möndlur
225 g smjör
225 dökkur púðursykur
4 egg
1 sítróna, börkurinn rifinn fínt og safinn kreistur úr henni
1 msk dökkt síróp
3 msk romm / koníak / viský
Dreitill af mjólk

Ávöxtunum er blandað saman í stóra skál. Hveitinu, lyftidufti og kryddum er sigtað yfir og hrært saman við. Látið bíða.

Smjör og púðursykur er hrært saman í hrærivél uns létt og ljóst. Þá er eggjunum bætt saman við einu og einu í senn. Þetta er þeytt vel saman.

Þá er þurrefnum og ávöxtum hrært varlega saman við deigið með sleif smátt og smátt. Að lokum er bleytt í hrærunni með rommi, sírópi, sítrónusafa og berkinum af sítrónunni bætt út í. Ef deigið virðist enn þurrt er óhætt að setja smá mjólk saman við.

Sett í stórt tertuform og bakað við 150-170°C í rúman klukkutíma. Nauðsynlegt er að athuga með prjóni hvort kakan er bökuð.

Hægt er að baka þessa köku með nokkurra vikna fyrirvara og geyma hana í vel þéttu boxi til jóla. En þá þarf líka að vökva hana vikulega með 1-2 msk af rommi / koníaki / viskýi í ca. mánuð.

Ummæli