Coq au vin blanc

Tilbrigði við frægan franskan rétt, en hér í hvítvíni (endilega franskt)

1 stór kjúklingur
100 g beikon
2 msk olía
salt og pipar
10-12 smálaukar, afhýddir, hafðir heilir
250 g sveppir, heilir eða skornir í tvennt
1 msk smjör
1-2 dl kjúklingasoð
3-4 dl þurrt hvítvín
hveiti eða Maizena sósujafnari
fínsöxuð steinselja

Hreinsið hýðið af laukunum og skerið beikonið í sneiðar. Hlutið eða snyrtið kjúklinginn. Brúnið lauk, beikon og kjúkling í 2 msk af olíu og setjið í stóran pott eða djúpa stóra pönnu. Stráið salti og pipar yfir og bætið við soði. Setjið þétt lok á og smásjóðið við vægan hita í 20-30 mín.

Hreinsið sveppina og brytið að vild. Hitið þá í 1 msk af smjöri, saltið og látið hvítvínið út í. Sjóðið og jafnið með hveiti eða Maizena og látið sósuna sjóða í nokkrar mínútur.

Hellið sveppasósunni yfir kjúklinginn og hitið vel upp. Kryddið eins og með þarf og stráið að lokum nægri saxaðri steinselju yfir.

Borið fram með soðnum hrísgrjónum (gjarnan hýðis) eða litlum soðnum kartöflum og fersku salati.

Bon appetit!

Ummæli