Chili con Carne

Þetta er afbrigði við Mole réttinn fræga, hægt er að nota líka nautagúllas eða kjúklingakjöt í réttinn

400 g nýrnabaunir (1 dós)
2-3 msk ólífuolía
2 stórir laukar
3 myndarlegar gulrætur
3 sellerístönglar
2-3 hvítlauksrif
400 g nautahakk
3 tsk kanill
3 tsk chiliduft (meira e. minna e. smekk)
400 g niðursoðnir tómatar, hakkaðir
75 g suðusúkkulaði
2 msk vatn
slatti af ferskri steinselju
handfylli af kókosmjöli

Hitið olíuna í potti og steikið lauk, sellerí og gulrætur uns meyrt. Geymið innan seilingar. Næst er hakkið brúnað í pottinum, saltað eftir smekk og annað krydd sett í það, kanilduftið, chiliduftið (byrjið á 1 tsk og smakkið áður en meira er sett í), hvítlauksrifin marin og fínsöxuð. Suðusúkklaðið er brotið niður og bætt út í og að því loknu er dálitlu vatni bætt saman við. Þá er lauk, gulrótum og sellerí bætt út í. Næst koma tómatarnir og safinn úr dósinni og þá nýrnabaunirnar. Handfylli af kókosmjöli er nú hrært saman við og lokið sett á pottinn. Kássan er látin kraum við hægan hita í klukkutíma, hrærið í annað slagið og bætið meira chilidufti saman við ef þið viljið. Saxaðri steinselju er dreift yfir kássuna rétt áður en hún er borin fram.

Gott er að borða Maísbrauð og ferskt salat með þessum rétti.

Ummæli