Brasilískur kjúklingapottréttur


1 stór kjúklingur, hlutaður í 8-10 bita eða kjúklingabitar.
1 stór saxaður laukur
1 msk smjör
1 1/2 tsk karrý
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
hýði af 1/2 appelsínu
200 g sveppir
2 dl vatn
1 tsk kjúklingakraftur
2 msk tómatpuré, eða 1 lítil dós.
2 1/2 dl matreiðslurjómi, eða peli af kaffirjóma
1 lítil dós ananas, 4-5 sneiðar
50 g salthnetur

Bræðið smjörið í potti og brúnið kjúklingabitana á öllum hliðum. Takið kjúklingabitana upp úr pottinum, setjið laukinn út í smjörið og kryddið með karrý, salti og pipar og hrærið. Bætið kjúklingabitunum aftur út í og skolið appelsínuna vel úr volgu vatni og þerrið. Afhýðið helminginn af henni og takið eins mikið af hvíta hýðinu í burtu og skerið börkinn í fínar ræmur.


Skerið sveppina í sneiðar og bætið þeim ásamt hýðinu í pottinn. Setjið vatnið og kjúklingakraftinn þá út í pottinn og setjið þétt lok á hann. Látið krauma við meðalhita í 20 mínútur. Hrærið tómatpuré saman við rjómann og hellið rjómablöndunni saman við. Látið suðuna koma upp aftur og látið malla við vægan hita í 10 mínútur.


Skerið ananasinn í bita og bætið í pottinn, hitið að suðu og berið fram. Stráið loks muldum salthnetunum yfir við framreiðslu.

Afskaplega góður réttur sem borinn er fram með hrísgrjónum, góðu snittubrauði og/eða salati.

Bon appetit!

Ummæli